Kallinn er núna á Skotvopnanámskeiði... búinn með veiðikortið. þegar þetta er afstaðið þarf að fara að huga að byssu, hundinum og veiði... ... Ef maður hittir fugl þá kannski fær mamma eina eða tvær ....
Þessi námskeið eru nokkuð fróðleg þó svo að mér finnist þessi bók ekki sú best skrifaða í geimi...
Bloggar | 18.9.2009 | 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þið verðið að afsaka bloggleysið og myndaleysið sömuleiðis...
Bjartur var s.s. 5 mánaða í gær, vó 20,4 kg. í gærkvöldi og því orðið ansi erfitt að halda á honum milli hæða.
Tennurnar hafa verið í gangi undanfarið, jaxlarnir allir að koma í ljós og hann hefur verið töluvert aumur í kjaftinum... finnst t.d. geðveikt gott þegar maður nuddar góminn... Annars gengur allt eins og í sögu.. hann kippir sér ekki mikið upp við að vera einn heima á daginn. Hann fær rölt með blaðburðinum alla morgna og svo fer Agnes iðulega með hann smá hring eftir að hún kemur heim úr skólanum.
Búinn að skipta um fóður, farin yfir í Royal Canin...
góðar stundir.... BHI
Bloggar | 18.9.2009 | 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bjartur er í dag 4.mánaða gamall ... 15,7 kg (fæddur 420 grömm). Yndislegur í alla staði, yfirleitt afar rólegur en getur alveg tekið á því í fíflaganginum ef sá gállinn er á honum. Mikið matargat (matur kláraður á svona 20-30 sekúndum), en getur þó ekki fengið að borða endalaust þ.s. hann er tiltölulega viðkvæmur í maga. Veit fátt betra en þurrkað svínseyra eða gott harðfiskroð.
Bloggar | 17.8.2009 | 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það verður nú seint sagt um okkur að við höfum verið dugleg að blogga .
Helstu atriðin:
Mótin 7.-9. ágúst gengu vel. Halldór Bjarki stóð sig eins og hetja og það sama gerði Agnes á Siglufirði. Agnes er síðan búin að vera í stífum æfingabúðum á skautunum og verið hreinlega búin með alla orku. Það hefur núna komið fram í hita og veikindum...
Í vikunni kom ég síðan Stínu á óvart með því að birtast með þetta nýja og fína reiðhjól... hún hjólaði t.d. um helgina eins og herforingi um nágrennið.
Á föstudaginn dæmdum við Óli Njáll saman leik í 3.deildinni ,ÓNI sem dómari, ég sem aðstoðardómari 1. Jafnflott dómarapar hefur ekki sést hér áður...
Á laugardaginn gerðist ég handlangari í húsasmíði , hrærði steypu, hélt á fötum, keyrði hjólbörur, handlangaði í liðið, þreif upp eftir múrara o.s.frv. það var ágætt, nema ég fékk harðsperrur ....
Ingunn María byrjar svo á morgun á Reynisholti - þ.e. leikskólanum hérna hinu megin við götuna - NICE!
Af Bjarti er allt gott að frétta, stækkar ógurlega og er meira og minna tannlaus ...
Bloggar | 16.8.2009 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 4.8.2009 | 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mjög góð helgi að baki, þ.s. við bæði slöppuðum af og einnig gerðum alveg helling...
Laugardag:
Kíktum á óðalssetrið hjá Elvu og Balla í Fljótshlíðinni!, Þar áttum við fínan dag í góðum félagsskap. Krakkarnir léku sér, fengu að prófa mótorhjól! Að sjálfsögðu var spurt hvort við gætum ekki keypt 1 stykki . Ingunn María og Sigrún léku sér endalaust saman, enda á neutral ground og þ.a.l. minna um rifrildi. Bjartur fílaði sig vel, fékk að valsa um og notuðum við tækifærið og æfðum innkall í tíma og ótíma. Kom hann 100% til okkar í þetta skiptið og það meira að segja í eitt skiptið sem hann var að elta fugl (bjóst ekki við að eyrun hefðu verið tekin með í það skiptið). Bjartur skellti sér síðan í ánna, þ.e. ég fór með hann 30 cm útí ánna og Agnes stóð hinu megin og gerði innkall - hann rauk af stað og yfir. "Vatnshræðslan" virtist bara hverfa allt í einu . Örlítið seinna var ég hinu megin við ánna og þá ætlaði hann bara að koma til mín og stökk útí, en þá var áin of djúp, snéri við og rölti bara til Agnesar í staðinn.
Sunnudagur:
Kíktum í sund (lágafellslaug), mjög flott laug þ.s. Ingunn María þeytist upp stigann og niður rennibrautina. Rölt útað Reynisvatni um kvöldið, Bjartur laus - æfðum innkallið.
Mánudagur:
Farið í húsdýragarðinn. Bjartur og ég röltum um Laugardalinn og þess á milli hvíldi hann sig í búrinu í bílnum. Kíktum eftir garðinn til Sigga og Helgu og þar átum við osta og fínerí (Bjartur harðfisk í tonnavís)...
s.s. rosaflott helgi og afslöppun líka.
Bloggar | 4.8.2009 | 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert búið að blogga frá síðustu helgi en það hefur svo sem ekki margt gerst...
Agnes hefur verið á afísæfingum þessa vikuna, en frí var í fótboltanum hjá bæði henni og Halldóri Bjarka.
Stína er búin að vera í fríi meðan að ég fór að vinna. Það var nú ágætt að fara í vinnuna eftir 6 vikna sumarfrí... mér fannst þetta of langt. 4 vikur var passlegt, þá var ég tilbúinn að fara aftur að vinna.
Bjartur heldur áfram að stækka og stækka (13,3 kg. í gær). Hvolpanámskeiðið fer að ljúka, bara verklega prófið eftir á fimmtudaginn kemur. Geri ráð fyrir því að okkur muni ganga vel, þ.e. alla vegna miðað við hvernig æfingarnar ganga flott.
Svarar innkalli strax, sestu mjög vel, augnsambandsganga mjög flott (þarf að æfa hægri beygju aðeins betur) og síðan ligg sem e-ð bakslag kom í en er orðið mjög flott núna, þ.e. ef höndin er sett í jörðina. Ég er búinn að gefast uppá þessum andsk***** pulsum, núna er augnsambandið æft með litlum harðfiskbitum, hann fær ekki í magann af harðfiskinum.
Agnes seldi lakkrís alla vikuna og endaði með að panta 20 poka... fengum þetta í fyrrakvöld og erum að koma þessu út núna um helgina - þeir sem eiga eftir að fá fá þetta því bara í dag, morgun eða mánudag.
Nýjar myndir:
Bjartur 3 mán+ - 5 myndir
Halldór Bjarki - 3 myndir
Fossatún útilega (ný mappa) - slatti af myndum
Bloggar | 1.8.2009 | 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komin heim eftir vel heppnaða ferð í Fossatún, vorum þar í góðu yfirlæti með "huldukonum" vinahópnum okkar...
Mikið talað og svo skemmtum við okkur í Kubb (víkingaspilið). Einnig fylgdi okkur mikill krakkaskari þegar rafmagnsbílarnir voru blastaðir á svæðinu.
Bjarti líkaði þetta vel eins og vanalega... greinilega mikil hundalykt á svæðinu því gripurinn breyttist í risastórt NEF og leit varla upp ... Hitti nokkra hunda og lét t.a.m. við svartan flottan 14 mánaða rakka frá Stekkjardals... mikið fannst þeim það gaman... pínu stærðarmunur! 34 kg. vs. 12,8 kg. .
vinna á morgun, en Stína áfram í fríi. Á morgun byrjar átakið - þetta fitustand gengur ekki lengur! BHI
Bloggar | 26.7.2009 | 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er það komið á hreint, 7.-9.ágúst verður viðburðaríkur hjá okkur. Agnes að keppa í fótbolta (5.fl) á Pæjumótinu á Siglufirði og Halldór Bjarki í fótbolta (7.fl) á Sauðárkróki. Við ætlum því að gista á króknum og keyra á milli (annað okkar)... Hvað gerir maður ekki til að fylgjast með íþróttastjörnunum ...
Agnes er að selja Lakkrís, 800 gr, til að styrktar þátttökunni á 1200.- --- sendið línu á agnesdis@hotmail.com ef þið viljið styrkja stelpuna . Lakkrísinn keyrður út í næstu viku.
Bloggar | 22.7.2009 | 13:13 (breytt kl. 13:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kíktum í morgun útað Reynisvatni og æfðum innkallið alveg í tíma og ótíma... Bjartur hætti aldrei að koma fyrir utan eitt skipti sem vel út pissaður grasbúnki heillaði meira í smástund ... Æfðum samhliða þessu "sestu" og "ligg". Agnes er búin að sjá um að kenna "ligg" og það er alveg glæsilegt hjá henni - hann fer beint niður þegar maður segir ligg og fer með lófann í jörðina - nú er bara að færa hendina aðeins ofar í eðlilega stöðu.
Þegar við förum útfyrir göngustígana hérna í efribyggðum erum við farin að hafa Bjart lausan, það hefur ekki ennþá klikkað 7-9-13... mjög þægilegur í innkallinu. BHI
Bloggar | 22.7.2009 | 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gvendargeisli 120
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar