Ryðgaður... kl.6 í Grafarholtinu

Örlítið var kallinn ryðgaður útá velli í morgun..  3 double, 4 bogey og 2 pör á seinni 9 í grafaholtinu.  Þeta var að vísu fyrsti hringur sumarsins og því ekkert skrítið.... (hef oft byrjað verr).  13 pkt.....Hins vegar komu nokkur gríðarlega falleg högg, en stutta spilið var bara ekki til staðar...  æfingar í básum og grafarkoti á næstunni...    BHI

Stjórnin og aurarnir...

Undarleg þykir mér umræðan um laun hjá ríkinu..  vissulega eru 935 þús góð laun, en engan veginn nógu góð fyrir manneskju sem á að vera sú hæfasta til að stjórna íslensku samfélagi. Og þá er hitt... hvernig ætlar ríkið að fá hæfa einstaklinga í að stýra einum af stærri fyrirtækjum landsins fyrir laun sem eru lægri en 935 þús?, hvað síðan með laun undirmanna þessara ríkisforstjóra og laun þeirra sem eru undir þeim?  Það vita það allir að þetta er ákveðinn tröppugangur.  Nær að hækka laun Forsætisráðherra um nokkra hundrað þúsund kalla og síðan aðlaga ríkisforstjóra og aðra háttlaunaða starfsmenn ríkisins. BHI

viðbót: að sjálfsögðu á síðan að gera kröfu um hæfa góða stjórnendur í þessar stöður en ekki e-a vini og félaga sem eru ekki hæfastir í verkið!


Fyrsti knattspyrnuleikurinn...

Kallinn að dæma sinn fyrsta fótboltaleik, 5.flokkur karla Fram - Víkingur B-lið.  Nokkuð frábrugðið að dæma knattspyrnu en það sem ég hef gert margoft þ.e. handbolta.  Gekk bara vel þrátt fyrir að þjálfari Víkings hafi verið ósáttur með aukaspyrnuna sem ég dæmdi og einnig að ég leyfði Frömurunum að taka spyrnuna nánast strax.  Hann vildi s.s. að ég flautaði aukaspyrnuna af stað, en það var alger óþarfi... veggurinn langt frá og Framararnir tilbúnir að skjóta.  Framararnir s.s. jöfnuðu úr þessari spyrnu.  Mikið röfl í lokin en því miður fyrir þjálfarann þá var þetta hárrétt aukaspyrna og ekkert sem krefst þess að flauta spyrnuna á! SORRY.  BHI

Bjartur í Sumarhúsum

Fórum í kvöld og kíktum á nýjasta fjölskyldumeðliminn Bjart!  Algjört æði!....  þvílíkt spennufall hjá okkur Agnesi og Halldór Bjarki fílaði þetta í ræmur.  Myndir í myndamöppunni! endilega kíkjið...

Nú er bara að bíða til 12.júní.... þó svo að við munum kíkja reglulega á næstunni!  BHI


10 bara

hæ var í prófi í ensku að læra utan að óreglulega sagnir á ensku  og fór svo í próf í dag og viti menn ég fekk .......

 

 

10 er ógeðslega glöð núna ADBHalo


Akureyrarferð

Komin heim eftir velheppnaða Akureyrardvöl.  Fórum norður á fimmtudaginn því Agnes var að keppa í handbolta þar á föstudag og laugardag.  Nafnið á mótinu skemmdi ekkert fyrir kalli, Hagkaupsmót Þórs/KA Tounge .

Þær stúlkur enduðu í 3.sæti í þessu móti og samanlagt í 3.sæti B-liða í vetur og fengu því bronzpening um hálsinn.  Agnes stóð sig að venju MJÖG vel og skoraði grimmt ásamt því að leika eins og herforingi í vörninni...  þær fara ekkert í gegnum stubbinn í vörninni - þeim er einfaldlega pakkað saman og sendar í burtu með DHL....

Við gistum í Hamratúni 26 á Akureyri sem SFR á, þetta var alveg frábær íbúð, 4 herbergja með öllum nútíma þægindum... takk fyrir okkur...  BHI


Sonurinn rændur

Rosalega getur maður orðið reiður og það yfir svona ótrúlega ómerkilegum hlut eins fótboltaspilum.  Sá leiðinlegi atburður átti sér nefnilega stað áðan að sonurinn var rændur bestu spilunum sínum.  Núna er ég búinn að hringja í foreldra strákana sem voru hérna og enginn virðist kannast við neitt... hmmm undarlegt.  Spilin sem voru tekin: Lampard, Terry, Babel, Insua, Gerrard, Keane (í liverpoolgalla), Pennant, C.Ronaldo, Hreiðarson, Steinsson.   Jæja meðan ég skrifa þetta kemur einn þeirra með Pennant, Terry og Lampard....    hver er þá með rest?    BHI 

Heimsókn/pössun

Ljúflings Amor Nikita Krutsjov (fyrirvari um stafs.) AKA Krúsi verður í pössun í geislanum frá hádegi í dag til hádegis á morgun.  Fyrir þá sem ekki þekkja er Krúsi Cavalier hundur bróður míns.  Vonandi hefur Krúsi látið af þeim sið að skíta á stofugolfið mitt!

Ennþá er ég óákveðinn

Ekki þykir mér það gott að vera ennþá óákveðinn, þ.e. hvað ég skal kjósa...  hallast að XS núna en ég verð að viðurkenna að það er ekki sannfærandi í kollinum á mér... BHI

ÍR-mót

Halldór Bjarki keppir á ÍR mótinu á morgun, sumardaginn fyrsta, mæting er kl.8:30 þ.a. líklegast er fyrsti leikur kl.9 BHI


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband