Færsluflokkur: Bloggar
Bloggar | 30.5.2009 | 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jónas 92 ára og Magga 89 ára búa á Grund og eru upp með sér að hafa ákveðið að gifta sig Þau fara í smá gönguferð til að ræða brúðkaupið og á leiðinni fara þau fram hjá Apóteki Austurbæjar. Jónas stingur upp á því að þau kíki þar inn, sem þau og gera.
Jónas heilsar manninum við afgreiðsluborðið og spyr hann hvort hann sé eigandinn. Maðurinn segir svo vera.
*Jónas*: Við erum að fara að gifta okkur. Selurðu nokkuð hjartalyf?
*Apótekari*: Að sjálfsögðu
*Jónas*: Hvað með blóðrásarlyf?
*Apótekari*: Allar tegundir
*Jónas*: Hægðalosandi?
*Apótekari*: Auðvitað
*Jónas*: Þarmaflóruleiðréttandi?
*Apótekari*: allar gerðir
*Jónas*: Lyf gegn minnistapi, elliglöpum og Alzheimer?
*Apótekari*: Mesta úrvalið í bænum!
*Jónas*: Hvað með vítamín, svefntöflur, tannlím og lyf sem slá á Parkinson?
*Apótekari*: Jú, vissulega, allt af þessu... þetta er nú apótek.
*Jónas*: Lyf við brjóstsviða, bakflæði, þvagleka og saurleka?
*Apótekari:* Jú, allt við þessu
*Jónas:* En hjólastóla, hækjur, stafi, göngugrindur og svoleiðis?
*Apótekari*: Jú, allar stærðir og kraftmestu tækin.
*Jónas:* Fullorðins bleyjur?
*Apótekari*: Jamm
*Jónas:* Heyrðu, þá ætlum við að vera með gjafalistann okkar hjá þér...
Bloggar | 29.5.2009 | 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 29.5.2009 | 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já 2 vikur í Bjart... hann er s.s. 6 vikna í dag. BHI
Bloggar | 29.5.2009 | 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 29.5.2009 | 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur 1.júni (annan í Hvítasunnu) kl.15 í Gvendargeislanum!
2 afmælisbörn!
Halldór Bjarki 8 ára (f.5.júní 2001), óskalistinn - fótboltadót, fótboltamyndir, veiðidót og almennt strákadót
Ingunn María 3 ára (f.1.júní 2006), Óskalistinn - BLEIKUR PAKKI
Dýrindis kökur að hætti hússins
Setti til gamans inn gamalt myndband af fyrstu sporunum hjá Ingunni Maríu... BHI
Viðbót - nóg til, fólk getur tekið Láru Ómars á þetta
Bloggar | 27.5.2009 | 11:55 (breytt kl. 12:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kíktum á Bjart núna í kvöld. Litli hnoðrinn okkar stækkar ótrúlega hratt, og hrikalega er hann flottur, rólegur og yfirvegaður. Hann er svona í stærri kantinum en á náttúrulega ekki séns í Skugga hennar Kittýar sem er náttúrulega bara BOLLA .
Gaman að fylgjast með hvolpalátunum í hópnum, skoppandi um, bítandi í hvert annað. Sáum reyndar ekki Bjart taka þátt í þessháttar fíflagangi ...
Núna er bara að fara að græja búr, dót, og námskeið. Bjartur mun kíkja í heimsókn til okkar tvisvar í vikunni sem við tökum hann heim... það verður mikið gaman...
gleymdi myndavélinni í þessari ferð, setjum inn myndir úr næstu heimsókn - promise... BHI
Bloggar | 25.5.2009 | 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þurftum að kalla út bilanavakt Orkuveitunnar í kvöld... 1 fasi datt úr sambandi í kassanum útí götu?? Nei ég er ekki svona fróður um rafmagn, það var einfaldlega hringt í sérstakan rafvirkja heimilisins Kjartan Rúnarsson og birtist hann á núll einni með mælinn og fann þetta út....
Orkuveitan má eiga það að þeir voru komnir á 20 mínútum og búnir að kippa þessu í lag... Stína mín fékk því að sjá síðustu 10 mínúturnar í American Idol endursýningunni... BHI
Bloggar | 25.5.2009 | 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Halldór Bjarki var að keppa á Reykjavíkurmótinu í dag. Hann var í A-liði eldra árs (7.flokkur), strákarnir stóðu sig ágætlega.
1. leikur vs. Leiknir 1-1. ósanngjörn úrslit miðað við gang leiksins, fór fram á vallarhelmingi Leiknis, en strákarnir náðu bar að skora eitt mark.
2. leikur vs. Fylki 3-1. sanngjarnt, óþarfi að leyfa Fylki að skora úr eina skiptinu sem þeir fóru yfir miðju.
3. leikur vs. ÍR 0-6, magalending. ÍR með svaðalegan leikmann sem vann leikinn nánast uppá sitt einsdæmi... Illa skipulögð vörn hjá okkar mönnum!
Halldór Bjarki komst ágætlega frá þessum leikjum þó svo að ekki hafi hann skorað mark... má vera grimmari í þessum leikjum, er vanalega miklu betri á æfingum, eins og hann sé e-ð ragur við að láta til sín taka í mótum - skrítið! BHI
Bloggar | 24.5.2009 | 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 21.5.2009 | 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gvendargeisli 120
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar