Færsluflokkur: Bloggar
Ég verð að viðurkenna að hugur minn reikar gríðarlega þessa síðustu og verstu daga... Ég á bara erfitt með að gera upp hug minn. Prófaði að taka þessa Kompáskönnun á Mbl.is í gær og fékk út 81% samfylking, 80% Borgaraflokkinn, 80% Lýðræðishreyfing, 72%Framsókn, 68% Frjálslynda, 67% VG og 65% Sjálfstæðisflokkinn. mér finnst þetta helvíti jafnt. Veit hins vegar að húsmóðirin tók sama próf og var frá 80-72% (röð ekki gefin upp) - hún hlýtur að vera með valkvíða líka
XD: Ekki traustvekjandi skilaboð, lækka skatta? er það raunhæft - það sem ég vil er skattahækkun en ekki bara á þá sem eru með efrimeðallaun og ofar, reifarakennt umtal og léleg endurnýjun í flokknum - á bara erfitt með að treysta þeim eftir klúðrið mikla. Ofþennsla og einkavinavæðing.
XS: ESB vil ég skoða, sæmilegur jöfnuður, verður Jóhanna á þingi í 4 ár í viðbót?, daprir einstaklingar - t.d. Össur froðusnakkari í mínu kjördæmi.
XO - nei takk
XP - nei takkTómatsósujólasveininn kýs ég ekki!
XF - Nei takk
XV: Nokkuð traustvekjandi aðilar, fullmikil heift gagnvart ákveðnum einstaklingum (Siðleysi og lögbrot ekki sama orðið), skattahækkanir ósanngjarnar að mínu mati , á móti ESB af því bara? Þeir munu þó standa sig ágætlega í heilbrigðiskerfinu og menntamálum.
XB: Hrifinn af þessari tillögu um leiðréttingu á vísitölutengdum lánum (wonder why?), ekki samt viss um að þetta sé framkvæmanlegt. Hins vegar má ekki gleyma því að þetta er flokkurinn sem einkavæddi bankana, gaf Finni og fátæklingunum allt steini léttara, setti 100% íbúðalán á laggirnar s.s. EKKERT aðhald
Þ.a. á þessum síðustu metrum stendur þetta á milli XD (massív útstrokun), XS (pínu útstrokun), XV ... En þetta kemur svo sem allt í ljós, það sem ég veit að ég mun kjósa flokk - skila auðu finnst mér BULL. BHI
Bloggar | 22.4.2009 | 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við höfum verið að surfa netið undanfarna mánuði, búin að hafa samband við nánast alla ræktendur Labradora sem við náðum að senda tölvupósta á. Að sjálfsögðu vildum við bara hreinræktaðann hund, þ.e. hund sem við vitum eitthvað um, hverjir foreldrarnir eru o.sfrv.
Fyrir rúmum mánuði vorum við mjög nálægt því að fá úr Bláskógaræktun en því miður voru heimtur úr því goti tiltölulega daprar eða bara 2 hvolpar og svo framarlega vorum við ekki (en mjög nálægt), hins vegar kom got núna á föstudaginn hjá Hólabergsræktun og þar vorum við nægilega framarlega á listanum að í okkar skaut féll gulur rakki. Hann verður afhentur 12.júní, en við förum í heimsókn á bilinu 1.-8.mai það verður verulega spennandi.
Þessi guli rakki (rautt naglalakk) er undan Lísu (IS09411/06) og Volcano's Royal Affaire Extraordinaire (IS09325/06) Báðir foreldrarnir eru gríðarlega flottir með mjög góðan árangur úr sýningum HRFÍ, þess fyrir utan er Lísa afbragðs veiðihundur. http://holabergsraektun.123.is
Vonandi verður tíminn framað 12.júní ekki lengi að líða... En klárt er að Gvendargeislinn er farinn í hundana. BHI
Bloggar | 20.4.2009 | 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 19.4.2009 | 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Halldór Bjarki verður á fótboltamóti sumardaginn fyrsta, heimilisfaðirinn þarf því að skipuleggja sig þann dag þ.s. búið er að lofa trampólíninu upp líka. BHI
Bloggar | 18.4.2009 | 23:09 (breytt 19.4.2009 kl. 07:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 18.4.2009 | 23:06 (breytt 19.4.2009 kl. 07:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gvendargeisli 120
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar