Hvað skal kjósa?

Ég verð að viðurkenna að hugur minn reikar gríðarlega þessa síðustu og verstu daga...  Ég á bara erfitt með að gera upp hug minn.  Prófaði að taka þessa Kompáskönnun á Mbl.is í gær og fékk út 81% samfylking, 80% Borgaraflokkinn, 80% Lýðræðishreyfing, 72%Framsókn, 68% Frjálslynda, 67% VG og 65% Sjálfstæðisflokkinn.  mér finnst þetta helvíti jafnt.  Veit hins vegar að húsmóðirin tók sama próf og var frá 80-72% (röð ekki gefin upp) - hún hlýtur að vera með valkvíða líka Tounge

XD:  Ekki traustvekjandi skilaboð, lækka skatta? er það raunhæft - það sem ég vil er skattahækkun en ekki bara á þá sem eru með efrimeðallaun og ofar, reifarakennt umtal og léleg endurnýjun í flokknum - á bara erfitt með að treysta þeim eftir klúðrið mikla.  Ofþennsla og einkavinavæðing.

XS: ESB vil ég skoða, sæmilegur jöfnuður, verður Jóhanna á þingi í 4 ár í viðbót?, daprir einstaklingar - t.d. Össur froðusnakkari í mínu kjördæmi.

XO - nei takk

XP - nei takkTómatsósujólasveininn kýs ég ekki!

XF - Nei takk

XV: Nokkuð traustvekjandi aðilar, fullmikil heift gagnvart ákveðnum einstaklingum (Siðleysi og lögbrot ekki sama orðið), skattahækkanir ósanngjarnar að mínu mati , á móti ESB af því bara? Þeir munu þó standa sig ágætlega í heilbrigðiskerfinu og menntamálum.

XB: Hrifinn af þessari tillögu um leiðréttingu á vísitölutengdum lánum (wonder why?), ekki samt viss um að þetta sé framkvæmanlegt.  Hins vegar má ekki gleyma því að þetta er flokkurinn sem einkavæddi bankana, gaf Finni og fátæklingunum allt steini léttara, setti 100% íbúðalán á laggirnar s.s. EKKERT aðhald

 Þ.a. á þessum síðustu metrum stendur þetta á milli XD (massív útstrokun), XS (pínu útstrokun), XV ...  En þetta kemur svo sem allt í ljós, það sem ég veit að ég mun kjósa flokk - skila auðu finnst mér BULL.   BHI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband