HBB - Reykjavíkurmót

Halldór Bjarki var að keppa á Reykjavíkurmótinu í dag.  Hann var í A-liði eldra árs (7.flokkur), strákarnir stóðu sig ágætlega.

 1. leikur vs. Leiknir 1-1.  ósanngjörn úrslit miðað við gang leiksins, fór fram á vallarhelmingi Leiknis, en strákarnir náðu bar að skora eitt mark.

2. leikur vs. Fylki 3-1. sanngjarnt, óþarfi að leyfa Fylki að skora úr eina skiptinu sem þeir fóru yfir miðju.

3. leikur vs. ÍR 0-6, magalending.  ÍR með svaðalegan leikmann sem vann leikinn nánast uppá sitt einsdæmi...  Illa skipulögð vörn hjá okkar mönnum!

Halldór Bjarki komst ágætlega frá þessum leikjum þó svo að ekki hafi hann skorað mark...  má vera grimmari í þessum leikjum, er vanalega miklu betri á æfingum, eins og hann sé e-ð ragur við að láta til sín taka í mótum - skrítið!  BHI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband