Jíbbý Jei 17.júní...

17.júní kominn...  ætli börnin fari ekki niðrí bæ í dag með Stínu, en við Bjartur verðum bara heima...  Keyptum 17.júní snuð í gærkvöldi í Hagkaup (ein ferð betra verð!!) og Dóru blöðru handa prinsessunni á heimilinu - henni þótti hún ekki amaleg, en að vísu fannst Bjarti það líka, náði henni og hljóp með hana útum allt með Ingunni Maríu á hælunum...  Hamagangurinn og fjörið var slíkt að næst sáum við Bjart taka hlaupahring um alla stofuna á milljón!

So far so good...  lífið með Bjarti gengur vel...  í gær komu 2 "slys" inni...  ég hins vegar fattaði ekki af hverju fyrra slysið var fyrren ég horfði á seinna slysið gerast.  Ég var s.s. að bora í vegginn og hann hreinlega pissaði af hræðslu við hávaðann (bara stóð eðlilega og bunan kom)...  næstu göt í vegginn voru gerð með Bjart úti í garði.  Maturinn gekk vel í gær , borðaði vel fjórum sinnum yfir daginn og seinasta máltíðin var ekki fyrren rúmlega 8 þ.a. hann sofnaði vært kl.22:30 og svaf í einum rikk til kl.6:00... 

Fórum 3 ferðir í bílnum í gær og gekk það vel,eftir 3-4 hvöss nei hætti vælið/geltið afturí og hann bara svaf restina.

Set nokkrar myndir inn.. BHI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Syngja svo - hátt og snjallt - Það er kominn 17. júní !!  Það var gert í den !

sn (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband