Lífið í geislanum gengur sinn vanagang. Halldór Bjarki verður í knattspyrnuskólanum fyrir hádegi og Agnes á Reiðnámskeiði þessa og næstu viku. Jón Haukur verður síðan með Halldóri hérna heima eftir hádegið... það léttir mitt líf talsvert mikið þó svo að maður hafi aldrei þurft að hafa nokkuð fyrir Halldóri...
Farinn að æfa Bjart í því að vera einn heima, fór t.d. og skutlaði Agnesi (og Anítu) á reiðnámskeiðið og Bjartur fékk að bíða heima í 20 mín. Ég er búinn að minnka RISA búrið um helming með spónaplötu og kappinn er að flytja úr hvolpabúrinu í alvöru búr .
Fórum útað Reynisvatni í gær (ég, Halldór, Jón Haukur, Aron Ó og Bjartur)... ekki var það happadrúg ferð.. spúnar, önglar og bara allt sem hægt var að festa í botninum - festist!. Ekki hægt að segja að Bjarti hafi þótt þetta leiðinlegt! Skellti sér tvisvar í vatnið og labbaði smá, er greinilega að fýla vatnið...
Nánast engin slys núna fyrir utan eitt í morgun en það má skrifa það á béskotans ryksuguna sem var stödd inní stofu fyrir framan svalahurðina og Bjartur hætti sér ekki svo nálægt...
set inn nýjar myndir.. BHI
Um bloggið
Gvendargeisli 120
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.