Kíktum í skólagarðana í gærkvöldi. Halldór Bjarki þar með myndargarð og fórum við núna í annað skiptið til að tína arfa og annað illgresi. Vökvuðum líka, og það með garðslöngunni úr skúrnum þ.s. við erum svo heppinn að garðurinn er í námunda við kranana. Garðurinn virðist dafna vel fyrir utan Radísur, Næpur og Spínathlutann... e-ð daprar heimtur þar - gruna pabba og Halldór Bjarka um að hafa sett það fulldjúpt niður .
Stína, Halldór Bjarki og Agnes fóru á hjólum en ég, Ingunn María og Bjartur komum á bílnum. Stína hjólaði síðan bara ein heim þ.s. krakkarnir voru orðnir lúnir... (latir).
Í Skólagörðunum kom til okkar lítill skeggjaður hundur (líklegast schnauser) og var hann þá ný sloppinn frá eigendum. Agnes og Stína heyrðu köll í fjarska, runnu á hljóðið og gátu komið henni til skila... Bjartur var samt alveg til í að leika við þennan nýja félaga...
Setti inn nýjar myndir
3 stk í möppuna Bjartur 2.-3. vika
15 stk í möppuna Skólagarðarnir
Flokkur: Bloggar | 2.7.2009 | 12:29 (breytt kl. 12:30) | Facebook
Um bloggið
Gvendargeisli 120
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.