Á fimmudaginn var 1. verklega hvolpanámskeiðið og gekk það rosavel. Fyrst var farið í slökun sem var ekki erfitt fyrir kúrukall heimilisins (Mastersgráða í þeim efnum). Síðan var taumganga með augnsambandi æft vel og leng.... svo lengi og vel að ég veit ekki almennilega hvað Bjartur át mikið af pulsum! (ekki gott fyrir magann greinilega). Við fórum þrjú á námskeiðið, Ég, Stína og Agnes, og fengum við helling útúr þessu gaman gaman. Á námskeiðinu voru allra hundakvikindi og það var æðislegt að sjá hvað Labradorarnir voru mest yfirvegaðir, ekkert gelt og væl!
Á laugardaginn bónaði ég báða bílana og tók í gegn að innan. Síðan fórum viðí Elliðarárdalinn, gáfum öndunum (og Laxi) við stífluna og röltum aðeins niður í áttina að Indjánagili.... Bjarti fannst Elliðaáin æðisleg, buslaði og labbaði í ánni... stakk höfðinu til hálfs ofaní til að kanna undir yfirborðinu... Rosa fín ferð.
Vegna þess að ég bónaði bílana á laugardeginum var rigning á sunnudeginum... það hefur alltaf verið rigning daginn eftir bón hjá mér - ég biðst afsökunnar! . Í stað þess að fara í lautarferð eins og við höfðum ráðgert var því farið í sund og var kópavogslaug fyrir valinu... Bjartur fékk æfingu í því að vera einn heima og var núna í tæpa 2 tíma - það gekk vel.
Nokkrar myndir af Bjarti í nýrri möppu - "Bjartur 4.-5. vika" BHI
Um bloggið
Gvendargeisli 120
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það heita Elliðaárnar - ekki áin í eintölu - ! Svo er bíill hér sem á marga, marga þvotta og bónyfirferðir hjá þér inni! Og svo stendur einhvers staðar að synir eigi að hringja í mömmu sína af og til, þó þeir séu ekki að biðja um pössun eða annan greiða !
sn (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 13:58
JeJe... veit þetta með bílinn....
Fjölskyldan Gvendargeisla, 7.7.2009 kl. 18:00
Væriru til í að bóna ekki næstu helgi :P
Birna (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.