Mjög góð helgi að baki, þ.s. við bæði slöppuðum af og einnig gerðum alveg helling...
Laugardag:
Kíktum á óðalssetrið hjá Elvu og Balla í Fljótshlíðinni!, Þar áttum við fínan dag í góðum félagsskap. Krakkarnir léku sér, fengu að prófa mótorhjól! Að sjálfsögðu var spurt hvort við gætum ekki keypt 1 stykki . Ingunn María og Sigrún léku sér endalaust saman, enda á neutral ground og þ.a.l. minna um rifrildi. Bjartur fílaði sig vel, fékk að valsa um og notuðum við tækifærið og æfðum innkall í tíma og ótíma. Kom hann 100% til okkar í þetta skiptið og það meira að segja í eitt skiptið sem hann var að elta fugl (bjóst ekki við að eyrun hefðu verið tekin með í það skiptið). Bjartur skellti sér síðan í ánna, þ.e. ég fór með hann 30 cm útí ánna og Agnes stóð hinu megin og gerði innkall - hann rauk af stað og yfir. "Vatnshræðslan" virtist bara hverfa allt í einu . Örlítið seinna var ég hinu megin við ánna og þá ætlaði hann bara að koma til mín og stökk útí, en þá var áin of djúp, snéri við og rölti bara til Agnesar í staðinn.
Sunnudagur:
Kíktum í sund (lágafellslaug), mjög flott laug þ.s. Ingunn María þeytist upp stigann og niður rennibrautina. Rölt útað Reynisvatni um kvöldið, Bjartur laus - æfðum innkallið.
Mánudagur:
Farið í húsdýragarðinn. Bjartur og ég röltum um Laugardalinn og þess á milli hvíldi hann sig í búrinu í bílnum. Kíktum eftir garðinn til Sigga og Helgu og þar átum við osta og fínerí (Bjartur harðfisk í tonnavís)...
s.s. rosaflott helgi og afslöppun líka.
Um bloggið
Gvendargeisli 120
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.