Það verður nú seint sagt um okkur að við höfum verið dugleg að blogga .
Helstu atriðin:
Mótin 7.-9. ágúst gengu vel. Halldór Bjarki stóð sig eins og hetja og það sama gerði Agnes á Siglufirði. Agnes er síðan búin að vera í stífum æfingabúðum á skautunum og verið hreinlega búin með alla orku. Það hefur núna komið fram í hita og veikindum...
Í vikunni kom ég síðan Stínu á óvart með því að birtast með þetta nýja og fína reiðhjól... hún hjólaði t.d. um helgina eins og herforingi um nágrennið.
Á föstudaginn dæmdum við Óli Njáll saman leik í 3.deildinni ,ÓNI sem dómari, ég sem aðstoðardómari 1. Jafnflott dómarapar hefur ekki sést hér áður...
Á laugardaginn gerðist ég handlangari í húsasmíði , hrærði steypu, hélt á fötum, keyrði hjólbörur, handlangaði í liðið, þreif upp eftir múrara o.s.frv. það var ágætt, nema ég fékk harðsperrur ....
Ingunn María byrjar svo á morgun á Reynisholti - þ.e. leikskólanum hérna hinu megin við götuna - NICE!
Af Bjarti er allt gott að frétta, stækkar ógurlega og er meira og minna tannlaus ...
Um bloggið
Gvendargeisli 120
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.