hlunkur... ofl.

Já Bjartur er orðinn 9,4 kg...  það er farið að taka í að halda á honum þegar við förum milli hæða Smile .  Hvolpanámskeið hefst í kvöld - Bjartur byrjar á fimmtudaginn!

Annars er það að frétta að baðherbergið uppi er alveg að klárast! Ég klára að mála loftið á eftir og þá er bara eftir að fá Kjartan rafvirkja til að setja slökkvarana og síðan að bíða eftir sturtuvegg frá Samverk ef ég drullast nú til að panta hann Sleeping ... ég er alla vegna þó búinn að senda póst og óska eftir verðhugmynd. BHI


Uppeldið... hundatal...

Uppeldið heldur áfram á þessum æðislega hundi sem við eigum!...  pínu kúkastand var búið að vera á kappanum (niðurgangur/drulla), var farinn að halda að hann þyldi ekki þetta fóður en eftir að hafa ráðfært mig við Elsu og Innflytjandann var farið úr 4 skömmtum í 3 skammta og hámark 270 gr. á dag til að byrja með.  Þetta hefur svínvirkað, allt komið í stakasta lag, fyrir utan að okkur finnst hann vera sífelt leitandi að mat...  ætli við bætum ekki pínu í skammtana.  Niðurstaðan var s.s. að ég var að gefa honum alltof oft og alltof mikið og hann kunni sér bara ekki hóf!....

búið að fara út 2-3 á dag í smá göngutúra og síðan höfum við líka farið stutt hérna útá fótboltavöll og leyft honum að vera frjálsum á meðan við leikum okkur í fótbolta.  þetta þykir honum algjört æði og hleypur og leikur sér eins og hann eigi lífið að leysa.  Eins finnst honum mjög gaman upp við Reynisvatn...  grabalar og vatn sem hægt er að leika sér á...

Byrjuð að skilja hann eftir aðeins í búrinu, það hefur líka gengið vel...  hann hefur bara nóg af dóti og síðan er hann örugglega sofandi megnið af tímanum...

Myndir koma síðar... BHI


Lífið gengur sinn vanagang

Lífið í geislanum gengur sinn vanagang.  Halldór Bjarki verður í knattspyrnuskólanum fyrir hádegi og Agnes á Reiðnámskeiði þessa og næstu viku.  Jón Haukur verður síðan með Halldóri hérna heima eftir hádegið...  það léttir mitt líf talsvert mikið þó svo að maður hafi aldrei þurft að hafa nokkuð fyrir Halldóri...

Farinn að æfa Bjart í því að vera einn heima, fór t.d. og skutlaði Agnesi (og Anítu) á reiðnámskeiðið og Bjartur fékk að bíða heima í 20 mín.  Ég er búinn að minnka RISA búrið um helming með spónaplötu og kappinn er að flytja úr hvolpabúrinu í alvöru búr Cool.

Fórum útað Reynisvatni í gær (ég, Halldór, Jón Haukur, Aron Ó og Bjartur)...  ekki var það happadrúg ferð.. spúnar, önglar og bara allt sem hægt var að festa í botninum - festist!.  Ekki hægt að segja að Bjarti hafi þótt þetta leiðinlegt! Skellti sér tvisvar í vatnið og labbaði smá, er greinilega að fýla vatnið...

Nánast engin slys núna fyrir utan eitt í morgun en það má skrifa það á béskotans ryksuguna sem var stödd inní stofu fyrir framan svalahurðina og Bjartur hætti sér ekki svo nálægt... 

set inn nýjar myndir.. BHI


Kaupþingsmótið

Stráknum gekk ágætlega á Kaupþingsmótinu í dag, ekkert uppá hans framistöðu að klaka frekar en fyrri daginn...  undarlegt skipulag að geyma hann alltaf í vörninni í fyrri hálfleik og láta hann síðan vera í sókn í þeim seinni....  Drengurinn er miðjumaður og góður sem slíkur! (Urr, pirraður farðir LoL )

Þeir töpuðu 2 og gerðu 1 jafntefli í dag, Skoruðu 4 mörk og HBB átti þátt í þeim öllum.  Sjálfsmark hjá Leikni þegar hann pressaði varnarmann + 2 flott mörk á móti Leikni. Á móti Keflavík kom síðan mjög svo óeigingjarn lagði hann upp eitt mark eftir að vera búinn að leika á alla vörnina og átti bara markmanninn eftir, lagði hann til hægri á samherja sem var dauðafrír...

4 leikir á morgun, sá fyrsti kl.9:30, ég renni uppeftir - Stína sér um hundinn heima...

Setti inn nokkrar myndir frá mótinu. BHI


Vigtin...

Ákvað að vigta litla ísbjörninn....  7,4 kg.!  Það er s.s. rétt sem augun segja manni - það er hægt að horfa á hann stækka!

Jíbbý Jei 17.júní...

17.júní kominn...  ætli börnin fari ekki niðrí bæ í dag með Stínu, en við Bjartur verðum bara heima...  Keyptum 17.júní snuð í gærkvöldi í Hagkaup (ein ferð betra verð!!) og Dóru blöðru handa prinsessunni á heimilinu - henni þótti hún ekki amaleg, en að vísu fannst Bjarti það líka, náði henni og hljóp með hana útum allt með Ingunni Maríu á hælunum...  Hamagangurinn og fjörið var slíkt að næst sáum við Bjart taka hlaupahring um alla stofuna á milljón!

So far so good...  lífið með Bjarti gengur vel...  í gær komu 2 "slys" inni...  ég hins vegar fattaði ekki af hverju fyrra slysið var fyrren ég horfði á seinna slysið gerast.  Ég var s.s. að bora í vegginn og hann hreinlega pissaði af hræðslu við hávaðann (bara stóð eðlilega og bunan kom)...  næstu göt í vegginn voru gerð með Bjart úti í garði.  Maturinn gekk vel í gær , borðaði vel fjórum sinnum yfir daginn og seinasta máltíðin var ekki fyrren rúmlega 8 þ.a. hann sofnaði vært kl.22:30 og svaf í einum rikk til kl.6:00... 

Fórum 3 ferðir í bílnum í gær og gekk það vel,eftir 3-4 hvöss nei hætti vælið/geltið afturí og hann bara svaf restina.

Set nokkrar myndir inn.. BHI


Dóttirin sú yngri...

var greinilega ekki á þeim buxunum að fara að sofá í gærkveldi...  þegar ég rölti niður nokkuð eftir að ég hélt að hún væri sofnuð blasti þetta við

 IMG_4667

Dúkkurnar voru s.s. farnar að sofa en ekki hún!

IMG_4665

 


uppeldið...

gengur bara ágætlega... mikið sofið ,mikið sofið og svo sofið pínu meira Sleeping

Fóðrið kom í dag, vá.  30 kg klár fyrir seppa...  það ætti að duga honum í e-r vikur...

Fyrsta nag á húsgögnum átti sér stað í dag... sem betur fer undir borðstofustólunum sem sést ekki..  maður þarf að vera vel á vaktinni...  Nagþörfin er greinilega mikil.... full bæli af nagdóti, beinum, boltum.  Hið ultimate leikfang í augum Bjarts er þó forláta kústhaus sem brotnaði hérna útá palli á laugardaginn...  það er greinilega í miklu úppáhaldi og búið að kasta því núna fram og til baka á pallinum og alltaf ræðst hann á það jafnharðan.

Meira seinna. BHI


Djö eigum við flottan garð

Balli kom í gærkvöldi og henti upp limgerði, skriðplöntum, rifsberjarunnum ..  ásamt því að laga til beðið, grjóthleðsluna ofl.  Núna er garðurinn eins og hjá fólki.  Nú þarf ég bara að mosatæta grasbalann og strá sandi í sárið... BHI

Fyrsti sólarhringurinn....

Fyrsti sólarhringurinn að líða og hefur allt gengið vel. 

Við heimkomuna var hann með aðskilnaðarkvíða á háu stigi, elti mig hvert sem ég fór og svaf ofboðslega laust, það rjátlaði af honum þegar leið á daginn en ekkert vildi hann borða fyrren um kvölmatarleitið að hann kláraði allan skammtinn sinn.  Eitt slys inni í gærkvöldi og ein tilraun til slyss yfir daginn en annars er hann búinn að gera allt úti og meira að segja er ég búinn að horfa á hann í tvígang strunsa út til þess eins að pissa, og kom hann inn í bæði skiptin jafnharðan aftur...   

Fórum að sofa kl.11:45, vöknuðum kl.5:00, fórum útí garð og pissuðum (Bjartur þ.e.a.s, ekki ég Wink ) fórum síðan aftur inní herbergi og kúrðum í 30 mínútur í viðbót eða þar til tími var kominn á blaðburð.  Bjartur borðaði síðan morgunmatinn með bestu lyst, gerði stykkin sín úti í garði...

Núna er klukkan 8 og Bjartur aftur farinn að sofa, kúrir í hvolpabúrinu úti á palli sem Vigga var svo elskuleg að lána okkur...   BHI

p.s. set inn nýjar myndir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband