undanfarnir dagar...

Fórum í útilegu og fyrir valinu varð Skagaströnd, Kantrýbær Íslands.  Fínasta helgi með frændsystkinum Stínu - verst var að þessi blessaði vindur fór aldrei.

Kíkti í golf á völl þeirra kantrýmanna, klárlega langflottasti golfvöllur landsins þ.s. meðlimir eru undir 40 ! Grin... snyrtilegur, góðar flatir og lúmskar brautir.  verst að skorið mitt var ekki eins gott og völlurinn ...

Bjarti líkaði þetta fínt, fékk að hlaupa í háu grasi og dunda sér.  Svaf vel í fortjaldinu.  Ekkert mál að keyra með hann í bílnum!

Halldór Bjarki keypti sér "alvöru" rafmagnasbíl fyrir ferðina og dundaði sér endalaust með hann...  Systir hans gat ekki unað þessu og því er hún búin að versla 1 stk. líka W00t.

Ingunn María var í góðum málum, fullt af leikfélögum og því var nóg að gera hjá henni alla helgina.

 

 


13 vikna

Bjartur 13 vikna í dag, viktaði hann því og ísbjörninn er 11,2 kg Tounge

bloggleysi....

Jæja, lítið hefur verið bloggað en ég skal bæta pínu úr því...

Bjartur:

Hundanámskeiðið gengur vel... búið að fara yfir augnsamband, nei-ið, innkall, setjast og liggja... nú er bara að æfa þetta allt Wink.  Á þriðjudag kom smá babb í bátinn hjá Bjarti, hvutti át greinilega e-ð sem fór mjög svo illa í magann og orsakaði þvílíka drullu og slys um nótt hér í geislanum - verð að viðurkenna að það er margt meira spennandi en að standa í því kl. 03:00 Sleeping...  tók þriðjudag og byrjun miðvikudags í þetta en svo lagaðist þetta sem betur fer.  Námskeiðið í kvöld gekk rosavel, svaraði innkallinu alveg brilliant og lagðist síðan ítrekað í kvöld eftir framhaldsæfingarnar.

Útilega:

Vorum að koma úr einnar nætur útilegu á Kirkjubæjarklaustri, fórum þar með Önnu og vinkonu sem eru á landinu (Anna er skiptinemasystir hennar Stínu fyrir þá sem ekki þekkja - ein af systrum hennar í USA).  Stína fór reyndar alla leið að Jökulsárlóni með þær, en ég lét mér duga að renna bara á Kirkjubæjarklaustur og bíða eftir þeim þar...  frábært veður!    Bjartur fílaði þetta í ræmur, hitta nokkra hunda og lék sér við þá - Skil núna þetta sem Elsa sagði með áreiti tjaldsvæðagesta í hunda - úff þetta var nú bara orðin plága á tímabili Frown, "já þú mátt klappa" þýðir ekki að þú mátt alltaf vera hérna! - URR... 

Denna dæmalausa (Ingunn María)... var á 150% orku alla ferðina...  úff - hún var að láta hafa fyrir sér Heart.

Myndir verða að koma síðar þ.s. orkubolti fjölskyldunnar er núna stödd á Helgafelli í miðnæturgöngu og myndavélin sömuleiðis....  BHI


af þjófum er þetta helst...

Því miður tók ég þrjá gutta á tólfta ári fyrir þjófnað uppí Spöng...  Silvergelið, þeirra Loga og Bjögga, var greinilega of freistandi.  Hringdi í foreldra og voru 2 af þeim sóttir í verslunina.  Skelfilegt hvað þetta er algengt!!  Hef trú á því að þessir þrír láti af þessari iðju.  Jafn oft og ég hef tekið þjófa finnst mér það að taka krakka alltaf lang erfiðast, þeir brotna ansi oft í grát og eru algjörlega ónýtir...  BHI

Steingrímur Joð, afturhaldskommatittur

Fann þessa á vef AMX, nokkuð skemmtileg.  Steingrímur hefur alltaf verið einn að skemmtilegri ræðuskörungum þingsins þó svo að ekki hafi ég kosið kappann eða verið sammála stefnu hans...

(af vef AMX):

Daprast flug og dvínar von
í dreifðum landsins byggðum.
Steingrímur Jóhann Sigfússon
sveik okkur í tryggðum.

Vesalings Steingrími er starfið um megn
stefnuna hefur hann svikið.
Hann er að verða glær í gegn
gagnsæið er svo mikið.

Áður var hann afar beitt
og eitruð nöðrutunga
en fékk svo völd og við það eitt
varð hann drusla og gunga.


Síðustu dagar

Á fimmudaginn var 1. verklega hvolpanámskeiðið og gekk það rosavel.  Fyrst var farið í slökun sem var ekki erfitt fyrir kúrukall heimilisins (Mastersgráða í þeim efnum).  Síðan var taumganga með augnsambandi æft vel og leng.... svo lengi og vel að ég veit ekki almennilega hvað Bjartur át mikið af pulsum! (ekki gott fyrir magann greinilega).  Við fórum þrjú á námskeiðið, Ég, Stína og Agnes, og fengum við helling útúr þessu gaman gaman.  Á námskeiðinu voru allra hundakvikindi og það var æðislegt að sjá hvað Labradorarnir voru mest yfirvegaðir, ekkert gelt og væl!

Á laugardaginn bónaði ég báða bílana og tók í gegn að innan.  Síðan fórum viðí Elliðarárdalinn, gáfum öndunum (og Laxi) við stífluna og röltum aðeins niður í áttina að Indjánagili....  Bjarti fannst Elliðaáin æðisleg, buslaði og labbaði í ánni...  stakk höfðinu til hálfs ofaní til að kanna undir yfirborðinu...  Rosa fín ferð.

Vegna þess að ég bónaði bílana á laugardeginum var rigning á sunnudeginum... það hefur alltaf verið rigning daginn eftir bón hjá mér - ég biðst afsökunnar! Wink.  Í stað þess að fara í lautarferð eins og við höfðum ráðgert var því farið í sund og var kópavogslaug fyrir valinu... Bjartur fékk æfingu í því að vera einn heima og var núna í tæpa 2 tíma - það gekk vel.

Nokkrar myndir af Bjarti í nýrri möppu - "Bjartur 4.-5. vika" BHI


Fyndinn svefn...

Núna eftir fjörið í gær á dýraspítalanum er kappinn alltaf í e-m draumaheimi þegar hann sefur.  Hlaup, gelt, stökk, hopp alveg á fullu.  Það er í raun bara bíó að fylgjast með honum sofandi LoL

Skólagarðar

Kíktum í skólagarðana í gærkvöldi.  Halldór Bjarki þar með myndargarð og fórum við núna í annað skiptið til að tína arfa og annað illgresi.  Vökvuðum líka, og það með garðslöngunni úr skúrnum þ.s. við erum svo heppinn að garðurinn er í námunda við kranana.  Garðurinn virðist dafna vel fyrir utan Radísur, Næpur og Spínathlutann...  e-ð daprar heimtur þar - gruna pabba og Halldór Bjarka um að hafa sett það fulldjúpt niður Wink.

Stína, Halldór Bjarki og Agnes fóru á hjólum en ég, Ingunn María og Bjartur komum á bílnum.  Stína hjólaði síðan bara ein heim þ.s. krakkarnir voru orðnir lúnir... (latir).

Í Skólagörðunum kom til okkar lítill skeggjaður hundur (líklegast schnauser) og var hann þá ný sloppinn frá eigendum.  Agnes og Stína heyrðu köll í fjarska, runnu á hljóðið og gátu komið henni til skila...  Bjartur var samt alveg til í að leika við þennan nýja félaga...

Setti inn nýjar myndir

3 stk í möppuna Bjartur 2.-3. vika

15 stk í möppuna Skólagarðarnir


Ingunn hjá tannlækni...

Ingunn María var hjá tannlækninum í morgun og það var borað... tannlæknirinn var bara hissa hvað hún var ótrúlega góð í stólnum miðað við að vera bara 3 ára....  Í verðlaun fékk hún nýja Dóru spólu frá Mömmu og Pabba....  þvílíkur dugnaðarforkur! BHI

dr. dýri...

Kíktum áðan í seinni Parvosprautuna, mikið gaman.  Fullt af hundum í Víðidalnum og Bjartur vildi tala og leika við þá alla!! Ekki voru þeir þó allir á þeim buxunum að leika við hann...  grútfúlar Cavalier kellingar og snælduvitlaus Labrador með reistan kamb voru ekki á þeim buxunum að leika W00t...

Kappinn stóð sig að sjálfsögðu vel, lagðist á bekkinn og át nammi meðan að þessi litla sprauta var sett í hann...   Núna sitjum við heima og horfum á Marley&Me Tounge...

Í dag eru stanslausar augnsambandsæfingar! mér er nánast hætt að finnast pulsur góðar..., hvolpanámskeið verklegt annað kvöld - það hlýtur að vera gaman.  BHI


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband