Skólagarðar

Kíktum í skólagarðana í gærkvöldi.  Halldór Bjarki þar með myndargarð og fórum við núna í annað skiptið til að tína arfa og annað illgresi.  Vökvuðum líka, og það með garðslöngunni úr skúrnum þ.s. við erum svo heppinn að garðurinn er í námunda við kranana.  Garðurinn virðist dafna vel fyrir utan Radísur, Næpur og Spínathlutann...  e-ð daprar heimtur þar - gruna pabba og Halldór Bjarka um að hafa sett það fulldjúpt niður Wink.

Stína, Halldór Bjarki og Agnes fóru á hjólum en ég, Ingunn María og Bjartur komum á bílnum.  Stína hjólaði síðan bara ein heim þ.s. krakkarnir voru orðnir lúnir... (latir).

Í Skólagörðunum kom til okkar lítill skeggjaður hundur (líklegast schnauser) og var hann þá ný sloppinn frá eigendum.  Agnes og Stína heyrðu köll í fjarska, runnu á hljóðið og gátu komið henni til skila...  Bjartur var samt alveg til í að leika við þennan nýja félaga...

Setti inn nýjar myndir

3 stk í möppuna Bjartur 2.-3. vika

15 stk í möppuna Skólagarðarnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband